Um Viðey

Á Viðey má upplifa þúsund ára sögu og njóta einstakrar náttúru. Viðey er perla sem ber að gæta og varðveita. Sýnum nærgætni í umgengni við hana svo hægt sé að koma og njóta náttúru hennar aftur og aftur.

Viðey-Ferjan

Eyjan er afar gróð­ur­sæl og var öldum saman talin ein besta bújörð lands­ins. Þar bjuggu mennta­menn og áhrifa­menn í íslensku sam­fé­lagi og þar sjást enn ummerki túna og hlað­inna garða. Eyjan skipt­ist í tvo hluta, Heimaey og Vesturey sem tengj­ast með Eiðinu. Á austurhluta Heimaeyjar er að finna rústir þorps frá tímum Milljónafélagsins þegar útgerð og mann­líf stóð þar í miklum blóma. Nú standa þar eftir aðeins tvær bygg­ingar og rústir einar sem minna á liðna tíma. Á Heimaey standa ein elstu hús lands­ins, Viðeyjarkirkja og Viðeyjarstofa sem áður hýstu heldri fjöl­skyldur en eru nú opin almenn­ingi og þar er einnig rek­inn veit­inga­staður. Sagan drýpur af hverju strái í Viðey en eyjan er jafn­framt útivista­svæði í eigu Reykvíkinga og öllum er vel­komið að koma og njóta kyrrðar og nátt­úru eyjarinnar.

Viðey er um 1,7 km2 að stærð  og rís hæst 32 metra yfir sjáv­ar­máli. Meðfram strönd eyj­ar­innar sjást stór­brotnar berg­mynd­anir. Fegurð stuðla­bergs­ins í Virkishöfðanum og Eiðisbjarginu er sér­stak­lega mikil. Æðarfugl er algeng­asti fugl­inn í Viðey og verpir hann beggja vegna við Þórsnesið, en þar er eyjan friðuð yfir varp­tím­ann, á tíma­bil­inu 1. maí - 1. júlí. Aðrar algengar fugla­teg­undir í eyj­unni eru fýll, grá­gæs, hrossa­gaukur, send­lingur, og tjaldur en alls verpa þar um 30 fuglategundir. 

Viðey er ekki hættu­laus staður. Þar er að finna kletta, skurði og tjarnir sem geta verið var­huga­verð. Við bendum á að börn eru á ábyrgð for­eldra eða annarra for­ráða­manna í eyjunni.

Ítarefni um Viðey

Upplýsingar

Upplýsingar

Viðey

104 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6360

Sími: (+354) 519 5000

Almennar fyrirspurnir

Viðey - Borgarsögusafn

Veitingar og útleiga

Elding

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

Sumar

15. maí - 31. ágúst siglt daglega.

Fyrsta sigling til Viðeyjar 10:15. Síðasta sigling frá Viðey 18:30.

Vetur

1. sept - 14.maí. Eingöngu siglt um helgar.

Aðgangseyrir

Ferjugjald

Fullorðnir

2.100 kr.

Börn 7 - 17 ára

1.050 kr.

Börn 0 - 6 ára

Ókeypis í fylgd fullorðinna

Eldri borgarar, 67 + og öryrkjar

1.890 kr.

Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur

10% afsláttur

Verðlistinn gildir fyrir 2023

Skráðu þig á póstlista Viðey

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.