Varðskipið Óðinn

Varðskipið Óðinn er hluti af Sjóminjasafninu og um leið ein helsta sýning safnsins. Skipið kom til safnsins árið 2008 og er varðveitt í því ástandi sem það kom. Boðið er upp á leiðsagnir á hverjum degi auk þess sem skipið er opið gestum á hátíðisdögum sem er þá sérstaklega auglýst. Í leiðsögn er gengið í um skipið, sagt frá sögu þess, lífinu um borð og því hlutverki sem að það gegndi hjá Landhelgisgæslu Íslands. Hver leiðsögn tekur tæplega klukkustund. 

Safnfræðsla Borgarsögusafns býður skólahópum sérstaklega velkomna í skipið og býður upp á sérsniðna fræðslu fyrir ólíka aldurshópa. 

Öryggi

Til þess að tryggja öryggi um borð skal hafa í huga: 

  • Lágt getur verið til lofts og hvassar brúnir og horn sem hægt er að reka sig í.
  • Stigar eru brattir.
  • Skipið hentar ekki fólki sem fær innilokunarkennd eða hefur skerta hreyfigetu.

Börn yngri en 12 ára skulu ætíð vera í fylgd með fullorðnum.

Börn eru á ábyrgð forráðamanna.

Sjóminjasafn, Óðinn
Óðinn

Um varðskipið Óðin

Óðinn tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum á 20. öld. Öflugasta vopn skipsins var 57 mm fallbyssa, staðsett á palli fyrir framan brúna. Þekktasta og árangursríkasta vopnið í þorskastríðunum voru þó togvíraklippurnar, sem sjá má á afturdekki skipsins. Óðinn reyndist sérlega vel sem björgunarskip. Hann dró alls tæplega 200 skip til lands eða í landvar vegna bilana, veiðarfæra í skrúfu eða eldsvoða um borð. Einnig dró hann flutninga- og fiskiskip 14 sinnum úr strandi. Þá bjargaði skipið áhöfnum strandaðra skipa þrisvar sinnum og tvisvar bjargaði það áhöfnum sökkvandi skipa. Óðinn sinnti alla tíð almennu veiðieftirliti alla tíð og beindist það bæði að íslenskum og erlendum skipum. Fylgjast þurfti með hvar var veitt og hvernig veiðarfærin voru. Einnig var Óðinn oft kallaður til þegar ófærð var í landi og erfiðleikar við fólks- og vöruflutninga, ekki síst í afskekktustu byggðum landsins. Óðinn var smíðaður í Álaborg í Danmörku árið 1959, 910 tonn að stærð, 63 m á lengd og 10 m á breidd. Skipið er með sérstaklega styrkt stefni og byrðing fyrir siglingar í ís. Um borð eru tvær aðalvélar sem skila 18 sjómílna ganghraða, ásamt ljósavélum. Siglinga- og fjarskiptatæki voru ætíð af bestu gerð. Dráttarspil var 20 tonna, fyrir 3 km langan dráttarvír.

Hollvinasamtök Óðins

Hollvinasamtök Óðins voru stofnuð 26. október 2006 í Sjóminjasafninu í Reykjavík. Björgum Óðni, sögunnar vegna voru einkunnarorð þessara nýju samtaka, sem stofnuð voru að frumkvæði Sjómannadagsráðs eftir tillögu Guðmundar Hallvarðssonar, þáverandi þingmanns og formanns ráðsins.

Árið 2002 blasti við að varðskipið Óðinn yrði selt úr landi þegar þjónustu þess hjá Landhelgisgæslunni lyki. Mörgum áhugamönnum um varðveislu sögufrægra og merkra skipa fannst ekki koma til greina að skip með slíka sögu yrði látið fara úr landi og glatast. Hollvinsasmtökin voru stofnuð með það markmið að leiðarljósi að fá skipið til afhendingar og eignar og gera að minjasafni um þorskastríðin og björgunarsögu Landhelgisgæslunnar. Það var svo þann 30. maí 2008 að undirritað var samkomulag um borð í Óðni, sem þá þegar hafið verið færður að bryggju við Sjóminjasafnið, milli Hollvinasamtakanna og dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra um afhendingu skipsins til samtakanna. Í samkomulaginu er kveðið á um að Sjóminjasafnið í Reykjavík sé ábyrgur varðveisluaðili skipsins, og hefur það allar götur síðan verið einn glæsilegasti sýningargripur safnsins, sem fær þúsundir gesta og skólabarna í heimsóknir ár hvert. 

Þeim sem áhuga hafa á að ganga í Hollvinasamtök Óðins er bent á að senda tölvupóst til Sigrúnar Ólafsdóttur, sigrunol@internet.is.

Upplýsingar

Upplýsingar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6340

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

alla daga 10:00-17:00

Varðskipið Óðinn

Engar leiðsagnir á meðan verið er að byggja nýja bryggju við safnið.

Jólahátíðin

Lokað 24.-25. des.

Opið 26. des. 10:00 - 17:00

Opið 31. des. 10:00 - 14:00

Opið 1. jan. 12:00 - 17:00

Páskahátíðin

Skírdagur opið 10:00-17:00

Föstudagurinn langi - lokað

Páskadagur- lokað

Annar í páskum opið 10:00-17:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

2.150 kr.

Leiðsögn í Óðni

1.650 kr.

Safn + Óðinn

3.290 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

Safn 1.320 kr., leiðsögn í Óðni 1.320 kr. Sameiginlegur miði 2.640 kr.

Menningarkort Reykjavíkur

7.450 kr.

ICOM og Físos korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista sjóminjasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.