Vélasalur 03.02.2023 til 02.02.2024

Við erum jörðin – við erum vatnið Heimir Freyr Hlöðversson

Í verkinu "Við erum jörðin – við erum vatnið" fáum við óvenjulega innsýn í ægifögur form náttúrunnar. Ljóðræna sýn á hið agnarsmáa í hinu risastóra, sem tækninýjungar veita okkur. Um leið er verkið dreyminn sjónrænn leikur við síbreytanleg form sem skapast stöðugt í kringum okkur en við komum alla jafna ekki auga á. Okkur er boðið í ferðalag nánast inn í efnin sjálf, sameiningu og umbreytingarferli þeirra.

©Heimir Freyr Hlöðversson
©Heimir Freyr Hlöðversson

Umbreytingaferli náttúrunnar er einn magnaðasti kennari okkar í lífinu, hefur eilíft aðdráttarafl og minnir okkur á óendanlega möguleika en um leið ófyrirsjáanleika lífsins. Breytingar eru hluti af eðlilegu vaxtarferli og lífkeðju en í seinni tíð eiga annarskonar umbreytingar sér stað í náttúrunni fyrir tilstilli hlýnunar jarðar. Þessar breytingar eru á okkar tímum orðnar afar raunverulegar, við ekki bara vitum af þeim heldur finnum fyrir þeim. Við sjáum mun á jöklum, upplifum óvenjulegt veðurfar og sjáum lífríkið í kringum okkur taka stakkaskiptum. En mörgum fallast hendur við tilhugsunina um hvernig sporna megi við hlýnun jarðar, hvað við getum gert?

 Að vera manneskja er að vera sál sem ferðast um í lifandi hylki sem samansett er úr nákvæmlega sömu efnum og fyrirfinnast í náttúrunni. Líkamar okkar eru gerðir úr súrefni, vetni, köfnunarefni, kolefni, kalsíum og fosfór og svo er einnig um byggingarefni náttúrunnar í kringum okkur.

Við komumst nær því að virða fyrir okkur efnisheim náttúrunnar en mannsaugað ræður við. Við það myndast sérstök vídd í skynjuninni; um leið opnast gáttir inn í sjónrænan veruleika sem tengist hinu skapandi og ljóðræna í mannssálinni.

Við það að virða fyrir okkur náttúruna á sjónrænan hátt öðlumst við þá næmni sem þarf til þess að tengjast þeirri fagurfræðilegu og nánast helgu uppljómun sem hlýst af því að dvelja í og renna saman við náttúruna. Við tengjumst náttúrunni betur og hlutverki okkar í að varðveita hana þegar við finnum samsvörun með því stöðuga breytingarferli sem bæði náttúran og hið mennska líf felur í sér. Við finnum fyrir því að við erum jörðin, við erum vatnið

- Birta Guðjónsdóttir

Heimir Freyr er kvikmyndagerðarmaður, listamaður og margmiðlunarhönnuður á Íslandi. Hann gerir kvikmyndir, listainnsetningar og sýndarveruleika-upplifanir

                                                             

©Heimir Freyr Hlöðversson
©Heimir Freyr Hlöðversson
©Heimir Freyr Hlöðversson
©Heimir Freyr Hlöðversson

Upplýsingar

Upplýsingar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6340

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

alla daga 10:00-17:00

Varðskipið Óðinn

Engar leiðsagnir á meðan verið er að byggja nýja bryggju við safnið.

Jólahátíðin

Lokað 24.-25. des.

Opið 26. des. 10:00 - 17:00

Opið 31. des. 10:00 - 14:00

Opið 1. jan. 12:00 - 17:00

Páskahátíðin

Skírdagur opið 10:00-17:00

Föstudagurinn langi - lokað

Páskadagur- lokað

Annar í páskum opið 10:00-17:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

2.150 kr.

Leiðsögn í Óðni

1.650 kr.

Safn + Óðinn

3.290 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

Safn 1.320 kr., leiðsögn í Óðni 1.320 kr. Sameiginlegur miði 2.640 kr.

Menningarkort Reykjavíkur

7.450 kr.

ICOM og Físos korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista sjóminjasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.