Litapalletta tímans│Litmyndir úr safneign 1950-1970
Á sumarsýningu Ljósmyndasafns Reykjavíkur 2023 eru litmyndir úr safnkosti frá tímabilinu 1950-1970 þegar litljósmyndun fór að festa rætur á Íslandi.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Þótt fyrstu litljósmyndirnar sem teknar voru á Íslandi, svo vitað sé, hafi verið teknar 1901, fór mjög lítið fyrir litljósmyndun vel fram yfir 1950.
Hinn svarthvíti heimur sem sjá má á myndum fram að þeim tíma er sjónhverfing. Lífið var vissulega í lit, klæðnaðurinn litríkur, bílarnir grænbláir, vínrauðir, jafnvel gulir og húsþökin ýmist rauð eða græn – himininn mismunandi blár! Litapaletta tímans er síbreytileg; mótuð af tísku, tækni, minningum og tíðaranda, jafnvel af miðlinum sjálfum.
Á sýningunni eru 130 nýjar stækkanir sem starfsmenn safnsins gerðu sérstaklega fyrir sýninguna eftir upprunalegum litfilmum og litskyggnum. Allar myndirnar koma úr safnkosti Ljósmyndasafns Reykjavíkur teknar af fjölbreyttum hópi íslenskra sem erlendra ljósmyndara.
Höfundar mynda eru: Adolf Karlsson, Andrés Kolbeinsson, Anna Þórhallsdóttir, Böðvar Pétursson, Elías Hannesson, Eyjólfur Halldórsson, Guðmundur Guðjónsson, Guðmundur Hjörleifsson, Guðmundur Jóhannsson, Gunnar Ólafsson, Gunnar Rúnar Ólafsson, Hannes Pálsson, Haraldur Jóhannsson, Helga Fietz, Hermann Schlenker, Hermann Þorsteinsson, Hörður Ragnarsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Kári Jónasson, Lilý Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Daníelsson, María Finnsdóttir, Óli Páll Kristjánsson, Peter Kidson, Sigurður Demetz Franzson, Sigurður Úlfarsson, Sigurhans Vignir, Svanur Karlsson og Valdimar R. Jónsson.