Sýningar

Anni Kinnunen│Flóttinn mikli
Sýningin Flóttinn mikli í Skoti Ljósmyndasafnsins snýst um samband manns og náttúru. Í súrrealískum og litríkum ljósmyndum Anni Kinnunen koma saman náttúra, hið ónáttúrulega og hið hverfula augnablik.
Nánar
Gréta S. Guðjónsdóttir │19, 24, 29, 34, 39 – hlutskipti og örlög
19, 24, 29, 34, 39 – hlutskipti og örlög er yfirskrift sýningar Grétu S. Guðjónsdóttur sem opnuð verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 16. september . Á sýningunni er röð mynda sem Gréta tók af níu einstaklingum á 20 ára tímabili ásamt hugleiðingum þeirra um lífið og tilveruna.
Nánar
Stuart Richardson │Undiralda
Á sýningunni Undiralda kynnast gestir hinni persónulegu sýn ljósmyndarans Stuart Richardson á íslensku landslagi þar sem náttúran er uppspretta bæði sorgar og vonar.
Nánar
Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans 2023
Sýning með útskriftarverkum þeirra nemenda sem ljúka diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í lok desember 2023.
Nánar
Julia Hechtman │Ekki einu sinni
Ekki einu sinni er titill sýningar Julia Hechtman sem stendur yfir í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur 19. ágúst -22. október 2023.
Nánar
Litapalletta tímans│Litmyndir úr safneign 1950-1970
Á sumarsýningu Ljósmyndasafns Reykjavíkur 2023 eru litmyndir úr safnkosti frá tímabilinu 1950-1970 þegar litljósmyndun fór að festa rætur á Íslandi.
Nánar
Giita Hammond │Sjávarsýn - óður til hafsins og vináttu kvenna
‘Sjávarsýn’ er ljósmynda - og vídeóverk eftir Giitu Hammond. Myndirnar tók hún í sjósundi með vinkonum sínum í Dublin á Írlandi á fyrsta og hálfa ári Covid faraldursins. Verkið fjallar um frelsið sem þær fundu í hafinu og styrkingu vináttunnar sem var mikilvægur þáttur í að halda geðheilsu á tímum mikilla takmarka.
Nánar
Myndir ársins 2022
Myndir ársins er árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Á sýningunni eru myndir frá liðnu ári sem valdar hafa verið af óháðri dómnefnd úr öllum innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara.
Nánar
Vestmannaeyjagosið 1973
Sýning á nokkrum völdum myndum frá eldgosinu í Heimaey í tilefni af 50 ára afmæli gossins. Allar myndirnar koma úr safneign.
Nánar
Christopher Taylor │ Nálægð
Sýningin Nálægð samanstendur af þremur ljósmyndaröðum sem spanna 25 ára tímabil og varpa í sameiningu ólíku ljósi á hugtakið nálægð í íslensku samhengi.
Nánar
Jón Helgi Pálmason │Á meðan myndin dofnar
Á meðan myndin dofnar” er yfirskrift sýningar með ljósmyndum eftir Jón Helga Pálmason. Á sýningunni veltir Jón Helgi fyrir sér minningum og rannsakar þær flóknu tilfinningar sem liggja að baki þeim.
Nánar
Daníel Bergmann │Fálkar
Fálkar er yfirskrift sýningar með ljósmyndum eftir Daníel Bergmann í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Sýningin stendur yfir frá 20. október 2022 til 29. janúar 2023.
Nánar
Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans 2022
Sýning með útskriftarverkum þeirra nemenda sem ljúka diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í desember 2022.
Nánar
Elvar Örn Kjartansson │Kerfið
Á sýningunni „Kerfið“ leitast Elvar Örn Kjartansson við að draga upp á yfirborðið hið ósýnilega kerfi sem liggur að baki nútíma þægindum og við tökum sem sjálfsögðum hlut.
Nánar
Gissur Guðjónsson│Svæði
Í verkinu „Svæði“ eru kannaðir óskilgreindir staðir þar sem hafa safnast saman ummerki um tilvist mannsins.
Nánar
Jessica Auer │Landvörður
Frá árinu 2016 hefur Jessica Auer fengist markvisst við myndræna skrásetningu á áhrifum fjöldaferðamennsku á íslenskt landslag og samfélag.
Nánar
Ester Jóhannesdóttir │Ljósrými – skuggarými
Með aukinni náttúrulegri birtu verður ljósmyndun auðveldari og aðgengilegri og andstæður verða skýrari eftir því sem myrkrið verður minna. Athöfnin að ljósmynda eða mynda ljós á sér margar birtingarmyndir.
Nánar
MYNDIR ÁRSINS 2021
Myndir ársins er árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Á sýningunni í ár verða myndir frá liðnu ári sem valdar verða af óháðri dómnefnd úr öllum innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara.
Nánar
Elías Arnar - Árstíðir birkisins
Sýning ljósmyndarans Elíasar Arnars „Árstíðir birkisins“ samanstendur af tólf innrömmuðum ljósmyndum af íslenska birkinu í öllum árstíðum. Hún er einskonar samþætting á landfræðilegum og heimspekilegum nálgunum á trjátegund sem hefur spilað stórt hlutverk í menningu, sögu og umhverfi á Íslandi.
Nánar
Augnablik af handahófi
Sýningin Augnablik af handahófi er byggð upp á sjónrænum þáttum sem er safnað saman úr safneign Ljósmyndasafnsins og textum sem fengnir eru úr prentuðum ritum. Þannig er sýningin tilbúningur þar sem þar sem sýningarstjórinn Yean Fee Quai stillir saman raunverulegum ljósmyndum og ótengdum bókmenntum.
Nánar
Yfirgefin list│Guðmundur Óli Pálmason
Eyðibýli á landsbyggðinni hafa lengi átt athygli Guðmundar Óla Pálmasonar og veitt honum innblástur fyrir listræna sköpun. Verk Guðmundar Óla virka eins og óræðar glefsur úr fortíðinni fyrir tilstilli gamallar ljósmyndatækni sem hann hefur sérhæft sig í.
Nánar
Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans 2021
Á sýningunni eru verk átta nemenda sem útskrifast með diplóma í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í desember 2021.
Nánar
Hilmir snýr heim │Sigurður Unnar Birgisson
Sýningin „Hilmir snýr heim“ eftir ljósmyndarann og myndlistarmanninn Sigurð Unnar Birgisson samanstendur af stækkuðum passamyndum af karlmönnum um sjötugt ásamt blómamyndum úr náttúru Íslands eftir Hjálmar R. Bárðarson (1918-2009).
Nánar
Endurfundur│Anna Elín Svavarsdóttir
„Eitt af viðfangsefnum mínum í myndsköpun er að nýta mér nærumhverfið séð frá mismunandi sjónarhornum. Hlutir í umhverfinu taka sífelldum breytingum, fá mismunandi tilgang eftir því hvenær og hvernig maður horfir á þá.“ (Anna Elín Svavarsdóttir 2017)
Nánar
Hið þögla en göfuga mál │Sigurhans Vignir
Sýningin Hið þögla en göfuga mál er yfirlitssýning um ljósmyndaferil Sigurhans Vignir* (1894-1975) en hann starfaði sem ljósmyndari frá 1917 til 1965, lengst af í Reykjavík.
Nánar
Á mörkum sviðsmynda og náttúru│ Peter Stridsberg
Á sýningunni eru fjögur verk sem unnin voru sumarið 2020.
Nánar
Sirkus Norðurskautsins│Gudmund Sand og Haakon Sand
Ljósmyndararnir Haakon Sand og Gudmund Sand fylgdu sirkuslistafólki í Sirkus Íslands eftir við líf og störf í rúmt ár.
Nánar
MYNDIR ÁRSINS 2020
Myndir ársins er árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Á sýningunni í ár verða myndir frá liðnu ári sem valdar verða af óháðri dómnefnd úr öllum innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara.
Nánar
Nocturne│Hrafna Jóna Ágústsdóttir
Verkið Nocturne fangar ævintýraveröld næturinnar í hversdagslegu íslensku borgarlandslagi, lágstemmdan en margslunginn heim sem hreyfir við tilfinningum áhorfandans.
Nánar
Sýning á útskriftarverkum nemenda Ljósmyndaskólans
Á sýningunni má sjá útskriftarverk þrettán nemenda í Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 frá Ljósmyndaskólanum.
Nánar
Fjarski og nánd. Íslensk samtímaljósmyndun
Sýningin er unnin í samstarfi við Félag íslenskra samtímaljósmyndara.
Nánar
Skógar / Jöklar eftir Takashi Nakagawa
Ljósmyndasýningin Skógar / Jöklar eftir hinn margverðlaunaða japanska ljósmyndara Takashi Nakagawa í Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur yfir frá 28. ágúst - 15. nóvember 2020.
Nánar
Vitni │Christopher Lund
Ljósmyndasýningin Vitni er opnuð á merkilegum tíma þegar viðfangsefni hennar er tímabundið horfið. Gesturinn sem var kominn til að sjá fossa falla, jökla skríða og brim sverfa er horfinn. Nú er náttúra Íslands aftur orðin ein.
Nánar
Óljós nærvera │ Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir
Ljósmyndasýning með verkum Gunnlaðar Jónu Rúnarsdóttur. Sýningin stendur yfir 04.06-16.08 2020.
Nánar
MYNDIR ÁRSINS 2019
Myndir ársins er árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Á sýningunni í ár eru 96 myndir frá liðnu ári sem valdar voru af óháðri dómnefnd úr 836 innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara.
Nánar
··· │ Valdimar Thorlacius
Sýningin „···“ er í senn sjónræn túlkun á upplifun Valdimars af smábæjum, fólki, veðri og víðáttu á Íslandi og heimild um lífið í þorpinu. Við vinnslu verkefnisins fór hann á milli þeirra staða sem uppfylltu ákveðin skilyrði út frá skilgreiningu Hagstofunnar um stærð og gerð þéttbýliskjarna með allt að 500 íbúum.
Nánar
Náttúran ræður för │ Zuzanna Szarek
Ljósmyndasýning með verkum Zuzanna Szarek. Sýningin stendur yfir 07.02. - 03.05. 2020.
Nánar
Geimhliðstæða: Tunglið á jörðinni | Matthew Broadhead
Broadhead kannar tengingar á milli ólíkra viðfangsefna s.s. jarðfræði, mannfræði, sögu og goðsagna. Verk hans eru á skurðpunkti hugmyndalistar og raunsannra heimilda.
Nánar
Stefnumót– Norræn ljósmyndun út yfir landamæri
Á sýningunni er að finna ljósmynda- og vídeóverk fimm norrænna samtímaljósmyndara/listamanna, þeirra Báru Kristinsdóttur (Íslandi), Nanna Debois Buhl (Danmörku), Sandra Mujinga (Noregi), Johannes Samuelsson (Svíþjóð) og Miia Autio (Finnlandi).
Nánar
Kaupmaðurinn á horninu │Sigríður Marrow
Sýningin fjallar um hverfandi menningarheim kaupmannanna á horninu. Blómatími kaupmannsins á horninu er liðinn, eftir standa örfáir einyrkjar sem með þrautseigju viðhalda þeim magnaða anda sem hverfisverslanir búa yfir. Ljósmyndamiðillinn var notaður til þess að varpa ljósi á þann hlýja og mannlega andblæ sem einkenna þessar verslanir.
Nánar
Íslensk kjötsúpa │Kristjón Haraldsson
Sýningin Íslensk kjötsúpa setur ljósmyndarann Kristjón Haraldsson í sviðsljósið jafnframt því sem athygli er beint að verklagi, úrvinnslu og stíl í ljósmyndun. Samhliða því sem aðferðir í ljósmyndun eru teknar til skoðunar er sjónum beint að ljósmyndaranum á bak við myndavélina og þannig er dregin upp mynd af Kristjóni, fjölskyldu hans og íslensku þjóðinni á áttunda og níunda áratugnum.
Nánar
Man ég fjallið │Laura Valentino
Man ég fjallið er yfirskrift sýningar sem opnuð verður fimmtudaginn 13. júní í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Verkin á sýningunni eru eftir Lauru Valentino. Sýningin stendur til 21. ágúst 2019.
Nánar
Sonja Margrét Ólafsdóttir - Rætur
Sjálfsmynd okkar er byggð á þeim rótum sem við skjótum í upphafi lífsferils okkar. Rætur veita plöntum festu í jarðveginum, sjá þeim fyrir næringu og tryggja að jurtin fjúki ekki burt. Við eldumst og þroskumst í takt við tímann og árstíðir sem koma og fara. Landslag og staðir hafa mótandi áhrif á sjálfsmynd okkar og eru þannig partur af sjálfinu.
Nánar
...núna | Páll Stefánsson
…núna er yfirskrift sýningar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur með myndum eftir Pál Stefánsson ljósmyndara.
Nánar
Catherine Canac-Marquis - Grunnlitir
Grunnlitir nefnist sýning ljósmyndarans Catherine Canac-Marquis. Myndaröðin er tilraun til skrásetningar á brotum úr sögu og starfi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og verkefnum sem félagið hefur unnið í samstarfi við Landhelgisgæslu Íslands.
Nánar
Ng Hui Hsien - "Byrði hismisins"
Sýning Ng Hui Hsien er tilraun listamannsins til að fanga tilfinningar sem kviknuðu í undirmeðvitund hennar við náttúruskoðun á Íslandi.
Nánar
FJÖLSKYLDUMYNDIR
Á sýningunni "Fjölskyldumyndir" er að finna ljósmyndir hjónanna Guðbjarts Ásgeirssonar og Herdísar Guðmundsdóttur ásamt verkum nokkurra afkomenda þeirra sem eru á meðal fremstu ljósmyndara þjóðarinnar.
Nánar
Emilie Dalum - EMILIE
“Það má líkja vegferð einstaklings í lyfjameðferð við keppni í hnefaleikum þar sem keppandinn fær endurtekið á sig högg. Þreyttur og ringlaður stendur hann upp, aftur og aftur, og býr sig undir næstu lotu. Eftir hverja lotu missir hann kraft og þrek.”
Nánar
Olaf Otto Becker: Ís og land – Ljósmyndir frá Íslandi og Grænlandi 1999–2017
Áhrifamiklar og ægifagrar landslagsljósmyndir Olafs Ottos Beckers fjalla um breytingaferli í náttúrunni sem orsakast af loftslagsbreytingum og öðrum manngerðum áhrifum. Í verkum hans sameinast persónuleg og listræn nálgun á heimildaljósmyndun sem vekur upp spurningar um félagslega og menningarlega þætti í samtímanum.
Nánar
Hafsteinn Viðar Ársælsson SVARTMÁLMUR
Undanfarin þrjú ár hefur Hafsteinn Viðar Ársælsson markvisst ljósmyndað “black metal” eða svartmálms senuna á Íslandi undir dulnefninu „Verði Ljós“.
Nánar
Heima
Hanna Siv Bjarnardóttir heimsótti nokkra af eldri íbúum Stokkseyrar. Í stuttri heimsókn er hægt að komast að ýmsu um manneskjuna sem þar býr en heimilið endurspeglar persónuleika og sögu fólks.
Nánar
Samsýning: ÞESSI EYJA JÖRÐIN
Stuart Richardson, Kristín Sigurðardóttir, Claudia Hausfeld, Pétur Thomsen og Hallgerður Hallgrímsdóttir. Sýningastjóri er Katrín Elvarsdóttir.
Nánar
Um það bil 31 árs og Tilbrigði af Höfðaströnd
Sýning eftir Katharinu Fröschl-Roßboth í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur.
Nánar
SVART og HVÍTT
Sýning eftir Thomas Kellner í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur.
Nánar
Jack Latham – Mál 214
Sýning um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, eitt stærsta og umdeildasta sakamál Íslandssögunnar.
Nánar
HRAUN: Yogan Muller
Sýning Yogans Muller "Hraun", sem nú er sett upp í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur, byggir á samnefndri ljósmyndaseríu sem er könnun á svæðum í jaðri Stór-Reykjavíkursvæðisins og á Reykjanesi.
Nánar
MELANKÓLÍA: Laufey Elíasdóttir
Melankólía er yfirskrift sýningar í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur með verkum Laufeyjar Elíasdóttur.
Nánar
Sigurgeir Sigurjónsson Metamorphosis/Umbreyting
Á sýningunni gefur að líta ljósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndara sem hann hefur tekið á undanförnum árum. Sigurgeir fæddist í Reykjavík 1948. Hann lærði ljósmyndun á Íslandi á árunum 1965-1969 og var síðan við framhaldsnám í ljósmyndaskóla Christer Strömholm í Stokkhólmi 1970-1971 og í San Diego, Kaliforníu, árin 1980-1981.
Nánar
Marianne Bjørnmyr Skuggar/Bergmál
Serían Skuggar/Bergmál varð til á tveggja ára tímabili þegar ljósmyndarinn Marianne Bjørnmyr ferðaðist um Ísland til að rannsaka, ljósmynda og safna heimildum um trú landsmanna á álfa og huldufólk. Trú á þessa vætti er að hennar mati ennþá ljóslifandi í huga Íslendinga, jafnvel nokkuð almenn.
Nánar
Aðstæður
Auður Ómarsdóttir tekur ljósmyndir sínar af eðlislægum áhuga á mannlegu atferli. Hún lýsir eigin verkum sem persónulegum en einnig hlutlægum athugunum á aðstæðum. Í stöðugri skimun sér hún heiminn fyrir sér sem uppfullan af vísbendingum um uppákomur sem þegar hafa átt sér stað eða eiga eftir að gerast.
Nánar

Heimasætan/Sveitapiltsins draumur
Vigdís Heiðrún Viggósdóttir
Nánar
Norður: Simone Darcy
Sýningin Norður fjallar um móðurhlutverkið og löngun til að upplifa eitthvað sem ekki getur orðið að veruleika. Myndmálið tvinnar saman fegurð og sorg, þetta er saga kvenna þar sem sameiginleg reynsla kemur fyrir.
Nánar
PORTRETT Handhafar Hasselblad-verðlaunanna
Á sýningunni gefur að líta úrval verka eftir handhafa Hasselblad-verðlaunanna með sérstakri áherslu á portrett. Alls sjö ljósmyndarar eiga verk á sýningunni og spanna þau tímabilið 1940 til 2014.
Nánar
Sirkus Íslands: Johanna-Maria Fritz
„Áhugi minn á viðfangsefninu kviknaði út frá hugsun um hversu óljóst og hverfult samband mannsins við raunveruleikann er. Ég vildi fanga augnablik sem eiga sér stað utan sviðs og sýna spennuna, léttinn og eftirvæntinguna sem sirkuslistamennirnir upplifa en áhorfendur fá aldrei að sjá. Hvað gerist þegar tjaldið fellur?“
Nánar
Be Good To Yourself eftir Katarina Skjønsberg
Ljósmyndabókin: Be Good to Yourself eftir Katarinu Skjønsberg handhafa Nordic Dummy Award 2016 Opin mánud. - föstud. kl. 10 - 16 frá 20.-28. október 2016
Nánar
FYRRA SJÁLFIÐ: Beate Körner
Í myndaröðinni Fyrra sjálfið skoðar listamaðurinn Beate Körner þær huglægu aðferðir sem við notum til að skilja á milli þeirrar manneskju sem við vorum í fortíð og þeirrar sem við erum í nútíð. Togstreita á milli fortíðar og nútíðar verður stundum til þess að við útrýmum eða reynum að grafa okkar fyrri sjálf í undirmeðvitundina. Í listsköpun sinni leitast Beate við að tjá viðbrögð við kvíða og óánægju yfir hinu fyrra sjálfi.
Nánar
EYJA Í ÖLFUSI: Valdimar Thorlacius
Eyja í Ölfusi nefnist sýning ljósmyndarans Valdimars Thorlacius. Titillinn vísar til bæjar á Suðurlandi sem er á virku hverasvæði og við þekkjum undir nafninu Hveragerði. Bærinn er einnig heimabær ljósmyndarans og hefur því sérstaka þýðingu fyrir hann sem viðfangsefni.
Nánar
Hverfandi menning – Djúpið
Myndir eftir Þorvald Örn Kristmundsson. Sýningin „Hverfandi menning – Djúpið “ fjallar um menningu og samfélag bænda í Ísafjarðardjúpi og gefur innsýn inn í hina forna bændamenningu sem þar ríkir og er hverfandi og breytingar á samfélaginu þar.
Nánar


FRIÐGEIR
Brot úr heimildamynd um Friðgeir eftir Þorgeir Guðmundsson
Nánar



Gunnar Rúnar Ólafsson – Yfirlitssýning
Á sýningunni, Gunnar Rúnar Ólafsson – Yfirlitssýning, má sjá nýjar handstækkaðar ljósmyndir gerðar eftir filmum Gunnars, teknar á árabilinu 1947-1964. Auk þess verða sýnd valin myndbrot úr kvikmyndum Gunnars frá Kvikmyndasafni Íslands.
Nánar
Julie Fuster - Höfnin
Sýningin Höfnin, samanstendur af 5 ljóðum, 5 ljósmyndum og 5 smásögum. Hvert þema táknar eina árstíð, frá vetri til vetrar. Þau gefa innsýn í óreiðukennt minni höfundar yfir eins árs tímabil sem flakkar um íslenskt landslag og reynir að komast inn í fortíðina.
Nánar
Óskar Kristinn Vignisson - Hið ósagða
Ljósmyndin er miðill sem gerir listamönnum kleift að nálgast og rannsaka viðfangsefni sín á náinn hátt og þannig vinnur Óskar Kristinn með hana. Fyrir honum er ljósmyndin tímabundin rannsókn á viðfangsefni sem tekur svo enda og eftir stendur hún sem niðurstaðan.
Nánar
Dagur Gunnarsson - Á förnum vegi
Góðar andlitsmyndir hreyfa við okkar innsta kjarna því þær vekja forvitni og viðbrögð sem spanna allan tilfinningaskalann. Við skönnum stöðugt þau andlit sem verða á vegi okkar, það er hluti af viðvörunarkerfi undirmeðvitundarinnar. Er viðkomandi vinveittur eða fjandsamlegur? Skyldur okkur eða framandi? Glaður eða reiður?
Nánar
Verksummerki - Huglæg og persónuleg samtímaljósmyndun
Verksummerki fjallar um það huglæga, persónulega og nærgöngula í ljósmyndun okkar daga. Á sýningunni eru tvinnuð saman verk sex ljósmyndara sem gera hversdaginn og eigið líf að meginviðfangsefni sínu. Ljósmyndirnar á sýningunni eru eftir Agnieszku Sosnowska, Báru Kristinsdóttur, Daniel Reuter, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Kristinu Petrošiutė og Skútu.
Nánar
Dominik Smialowski – Brotlending
Sýningin Brotlending eftir ljósmyndarann Dominik Smialowski byggir á vísindaskáldsögulegum söguþræði. Um er að ræða sviðsettar senur með flugmanni í aðalhlutverki, týndum og örvingluðum eftir að hafa brotlent á ókunnum slóðum. Þó hann viti að staða hans sé vonlaus leitar hann leiða til að komast aftur til baka.
Nánar
Bára Kristinsdóttir - Verkstæðið
Í Kubbnum sýnir Bára Kristinsdóttir ljósmynda- og vídeóverk sitt Verkstæðið. Verkið gefur innsýn í líf tveggja eldri manna á nælonhúðunar verkstæði í útjaðri Reykjavíkur á síðustu tveimur árum. Áður voru á vinnustaðnum blómleg viðskipti þar sem unnið var handvirkt upp á gamla mátann. Nútímatækni hóf hins vegar aldrei innreið sína í fyrirtækið og sá tími er kominn að handbragð þeirra er ekki lengur eftirsótt. Einungis eigandinn og einn starfsmaður eru eftir. Fyrirtækið þarf því að lúta í lægra haldi fyrir kínverskri verksmiðjuframleiðslu sem yfirtekið hefur markaðinn.
Nánar
Laura Andrés Esteban - Það sem ég sé
Það sem er fyrir framan okkur er ekki endilega það sem við sjáum. Við þekkjum aðeins heiminn í kringum okkur í gegnum eigin skynjun. Hin eiginlega sjón manneskjunnar samsvarar ekki alltaf raunveruleikanum og sem listamaður og ljósmyndari finnst mér það frábært.
Nánar
Bragi Þór Jósefsson - VARNARLIÐIÐ
Myndirnar á sýningunni tók Bragi Þór Jósefsson á svæði varnarliðsins í Keflavík eftir að herinn hafði yfirgefið stöðina árið 2006.
Nánar
María Kristín Steinsson - ÍBÚÐ 5
Sýning Maríu Kristínar Steinsson, Íbúð 5, samanstendur af 15 ljósmyndum sem eru hluti af samnefndu verkefni. Myndirnar eru teknar á löngum lýsingartíma og fanga athöfn í heild sinni meðan hún á sér stað fyrir framan myndavélina. Með síendurteknum hversdagslegum verkum inn á heimili sínu gerir ljósmyndarinn tilraun til að sýna hvernig ummerki tilveru okkar birtast meðan tíminn líður hjá. Útkoman verður ljósmynd sem inniheldur tíma og hreyfingu sem þjappað hefur verið í kyrrmynd.
Nánar
Lauren Greenfield - STELPUMENNING
Stelpumenning varpar ljósi á hverfandi skil á milli raunveruleika stúlkna og gildishlaðinnar birtingarmyndar kvenna í bandarískri dægurmenningu. Myndaröðin er afrakstur fimm ára rannsóknar Lauren Greenfield á lífi stúlkna og kvenna víðsvegar um Bandaríkin. Portrettmyndir og viðtöl Greenfield varpa ljósi á upplifanir og athafnir kvenna innan samfélags sem krefst ákveðins útlits, hegðunar og frammistöðu. Í sýningunni mætast hversdagslegar og öfgakenndar aðstæður stelpumenningar: samkeppni og útlitsdýrkun unglingsstúlkna og barátta ungrar konu með lystarstol; barn í búningaleik og fatafella í skólastúlkubúningi.
Nánar
Ragnar Axelsson - SPEGILL LÍFSINS
Ljósmyndir Ragnars Axelssonar vekja hvarvetna athygli. Þær eru í senn hrífandi og forvitnilegar, auk þess að búa yfir djúpu innsæi í þá heima sem í þeim birtast. Á sýningunni í Ljósmyndasafni Reykjavíkur gefur að líta úrval úr þekktustu myndröðum Ragnars frá síðustu þremur áratugum; ekki síst af heimi og lífsbaráttu veiðimanna í Grænlandi, og bænda og sjómanna á Íslandi og í Færeyjum. Einnig gefur að líta ljósmyndir frá Síberíu og úrval einstakra fréttaljósmynda Ragnars víða að, meðal annars Eystrasaltslöndunum við upphaf nýrra tíma, af skipssköðum og náttúruhamförum, auk áhrifamikilla ljósmynda sem sýna þær breytingar sem eru að verða af manna völdum á náttúru norðursins.
Nánar
Betur sjá augu . . . Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872 - 2013
Á sýningunni Betur sjá augu er að finna ljósmyndaverk eftir 34 konur sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið við ljósmyndun hér á landi – flestar sem atvinnuljósmyndarar en einstaka sem áhugaljósmyndarar. Fyrsta konan sem lærði ljósmyndun og starfaði hér á landi var Nicoline Weywadt sem hóf störf sem ljósmyndari á stofu sinni á Austfjörðum árið 1872. Sýningin nær því yfir 140 ára tímabil og eru viðfangsefni ljósmyndaranna eftir því fjölbreytt. Sýningin er afrakstur tveggja ára rannsóknarvinnu Katrínar Elvarsdóttur, ljósmyndara og sýningarhöfundar við Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Þjóðminjasafn Íslands. Ljósmyndirnar valdi sýningarhöfundur út frá fagurfræðilegum forsendum. Lögð var áhersla á myndir þar sem persónuleg sýn og sköpun ljósmyndaranna nýtur sín og sem endurspegla um leið iðjusemi þeirra og áhuga á starfi sínu.
Nánar
SAMTÍMALANDSLAGIÐ
Sýningin Samtímalandslagið er sýning á verkum 12 íslenskra ljósmyndara sem beina sjónum sínum að íslenskri náttúru. Náttúru sem hefur birst með ýmsu móti í íslenskum ljósmyndum í gegnum tíðina. Framan af voru henni að mestu gerð skil í formi svokallaðrar „póstkortaljósmyndunar“. Þar var hún í aðalhlutverki – villt og stórbrotin– en á seinni árum hafa rutt sér til rúms ríkjandi straumar og stefnur í greininni þar sem áhrif annarra þátta eins og mannsins sjálfs hafa verið í forgrunni.
Nánar
SPESSI - Nafnlaus Hestur
Sýningin Nafnlaus hestur, samanstendur af portrettmyndum af mótorhjólaköppum sem ljósmyndarinn Spessi tók á ferðalagi sínu um Bandaríkin á tímabilinu 2011 til 2012. Markmiðið með portrettmyndunum er að skrá og veita innsýn inn í þann sérstaka menningarkima sem mótorhjólaheimurinn er. Því er um að ræða eins konar þjóðfræðilega úttekt á þessum sérstaka „ættbálki“ þar sem lagt var upp með að kynnast betur uppruna mótorhjólamenningarinnar. Spessi ferðaðist ýmist á mótorhjóli eða á pallbíl. Hann hélt sig þó aðallega við miðríkin Kansas, þar sem hann bjó í eitt ár, Arkansas, Tennessee, Mississippi, og Louisiana – fátækustu fylki í Bandaríkjanna. Mótorhjólamenningin sem slík rekur uppruna sinn til þess atburðar þegar fjöldi mótorhjólamanna kom saman í smábænum Hollister í Kaliforníu á þjóðhátíðardaginn 4. júlí 1947. Margir þeirra voru fyrrverandi hermenn sem höfðu ekki náð að fóta sig í samfélaginu eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Þeir hræddu líftóruna úr bæjarbúum og lögreglan kallaði til liðsauka frá öðrum umdæmum. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi hópur – mótorhjólafólkið – komst í kastljósið og meðal annars var kvikmyndin The Wild One með Marlon Brando, byggð á atburðunum í Hollister.
Nánar
Guðmundur Ingólfsson - Kvosin – 1986 & 2011
Ekkert er eins leyndardómsfullt og skýrlega framsett staðreynd. Fyrir mér er ljósmyndun virðingarvottur að tvennu leyti. Virðing fyrir miðlinum, með því að láta hann gera það sem hann gerir best, að lýsa. Og virðing fyrir viðfangsefninu, með því að lýsa því eins og það er. Ljósmynd verður að bera ábyrgð gagnvart hvoru tveggja. - Garry Winogrand
Nánar
Mats - 1956–1978
Ljósmyndarinn Mats Wibe Lund er landsmönnum að góðu kunnur fyrir loftljósmyndir sínar af landslagi og átthögum. Myndirnar eiga sinn fasta stað á fjölmörgum íslenskum heimilum og er óhætt að segja að Mats hafi markað sér sérstöðu með þeim á íslenskum ljósmyndamarkaði og átt þar sviðið um áralangt skeið. Á sýningunni Mats 1956–1978 er sjónum beint að fyrri hluta ferils hans. Mats myndar það sem fyrir augu ber og vekur forvitni hans á ferðalögum um landið. Um er að ræða skrásetningu á landi og þjóð á tíma sem einkennist af uppbyggingu og metnaði í innlendum iðnaði og miklum þjóðfélagsbreytingum. Minningar lifna við og fara á flug. Við svífum um malarvegi landsins og fáum innsýn inn í stemningu þessa tíma og upplifum margbreytileika tilverunnar í allri sinni dýrð. Mats fangar síldarstemninguna vel enda öllum hnútum kunnugur þar sem hann tók sjálfur þátt í ævintýrinu. Við stöldrum við í heyskap, fylgjumst með flugvæðingu landans, virðum fyrir okkur atorkusemi í sjávarútvegi, útivist milli fjalls og fjöru og er þá aðeins brot upp talið af myndefninu.
Nánar
KONA – Berglind Björnsdóttir
Berglind Björnsdóttir ljósmyndari hlaut styrk úr Minningarsjóði Magnúsar Ólafssonar sumarið 2010 til að gera ljósmyndabók um íslenskar konur. Afrakstur þeirrar vinnu er nú kynntur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur með sýningunni Kona. Í þessari myndaseríu leitast Berglind við að draga upp mynd af hinni íslensku nútímakonu. Hver er hún? Hvaðan kemur hún? Hverjir eru draumar hennar og langanir?
Nánar
BERGMÁL - Charlotta Hauksdóttir & Sonja Thomsen
Bergmál nefnist samsýning Charlottu Maríu Hauksdóttur og Sonju Thomsen sem sett er upp í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýningin samanstendur af einstökum verkum sem mynda órofa heild. Viðfangsefnið er tíminn og endurbirting hins liðna og má segja að titillinn vísi ekki aðeins til þess hvernig hið liðna endurvarpast inn í nútímann heldur einnig til þess hvernig verkin á sýningunni kallast á. Þær Charlotta María og Sonja stunduðu nám á sama tíma við San Fransisco Art Institute, þaðan sem þær útskrifuðust með MFA gráðu í ljósmyndun árið 2004.
Nánar
Marc Riboud - Ljósmyndir í 50 ár
Marc Riboud hóf störf sem blaðaljósmyndari á sjötta áratug síðustu aldar og varð einn af ljósmyndurum Magnum umboðsskrifstofunnar árið 1953. Þar hlaut hann hvatningu ásamt Robert Capa og Henri Cartier-Bresson sem urðu lærifeður hans og varð í framhaldinu leikinn og næmur ljósmyndari. Hinn franski Riboud er einna þekktastur fyrir ítarlegar myndfrásagnir sínar frá Austurlöndum en hann var einn af fyrstu vestrænu ljósmyndurunum til að komast inn í Kína eftir Menningarbyltingu Maós árið 1966.
Nánar
Karl Christian Nielsen - REYKVÍKINGAR – MYNDBROT ÚR SAFNI VERKAMANNS
Á 30 ára afmæli Ljósmyndasafns Reykjavíkur er það okkur mikil ánægja að efna til yfirlitssýningar á úrvali ljósmynda úr safni ljósmyndarans og verkamannsins Karls Chr. Nielsens (1895-1951), en safn hans er varðveitt á Ljósmyndasafninu.
Nánar
Orri – Innviðir
Ljósmyndarinn Orri hefur um árabil myndað íslensk eyðibýli og á sýningunni Innviðir birtist yfirlit eyðibýlamynda hans frá árunum 1999-2010. Um langt skeið hafa íslenskir ljósmyndarar heillast af íslenskum eyðibýlum, en athygli þeirra hefur oftar en ekki beinst að ytra byrði húsanna; á samhengi sjálfra bygginganna við umhverfi sitt og íslenskt landslag. Þar að auki hafa eyðibýlamyndir undanfarinna ára gjarnan verið svarthvítar og sveipaðar rómantískri mystík. Í ljósmyndum Orra kveður við annan tón. Þar er gerð tilraun til að fanga litríkan andann sem ríkir í innviðum eyðibýlanna og þá ómetanlegu litapallettu sem skapast þegar óreiðukennt veðurfar vinnur á veggfóðri, málningu og húsgögnum; á að fanga áru hins yfirgefna.
Nánar
Sjónarhorn – Ljósmyndir eftir Wayne Gudmundson
Vestur-Íslendingurinn Wayne Gudmundson hefur um árabil getið sér gott orð fyrir víðáttumiklar landslagsmyndir sínar. Wayne hóf að taka landslagsljósmyndir í byrjun níunda áratugarins eftir að hafa lagt stund á ljósmyndun í rúm tíu ár. Í bernsku kynntist hann sögunum og hefðunum frá Íslandi í gegnum föðurforeldra sína sem voru í hópi Vesturfaranna. Eftir því sem árin liðu og verk hans þróuðust fann Wayne hjá sér löngun til að kanna land forfeðra sinna en hann kom til Íslands í fyrsta skipti árið 1997. Hann tók hér m.a. myndir af Öskju, Herðubreið, Jökulsárlóni og Grímsey en landslag í Norður Dakóta og á Íslandi á það sameiginlegt að vera gríðarlega víðáttumikið. Þetta sama ár setti hann upp sýninguna Heimahagar ásamt hinum góðkunna íslenska ljósmyndara Guðmundi Ingólfssyni og var hún afrakstur ferða þeirra á heimaslóðir hvors annars, Wayne tók myndir á Íslandi og Guðmundur í Norður-Dakóta.
Nánar
Pétur Thomsen & Pétur Thomsen - THOMSEN & THOMSEN
Á sýningunni Thomsen & Thomsen gefur að líta portrettmyndir og umhverfismyndir frá Reykjavíkursvæðinu á tveimur mismunandi tímaskeiðum eftir tvo ljósmyndara, þá Pétur Thomsen eldri (1910–1988) og sonarson hans Pétur Thomsen yngri (1973). Sýningin er samtal tveggja tíma; samtal Péturs við afa sinn. Pétur hefur valið úrval umhverfis- og portrettmynda úr safni hans og kallast á við þær í verkum sínum. Myndir Péturs eldri eru teknar fyrir árið 1973 og var hann starfandi á tímum þegar Reykjavík var óðum að taka á sig borgarbrag og íbúarnir fullir ákefðar að sjá borgina stækka. Sýningin gefur innsýn inn í veröld fjölskyldunnar á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og veröld hennar á árunum 2008 til 2010 með augum Péturs yngri – tíma breytinga þar sem viðhorfið í garð þess manngerða í landslagi hefur einkennst af nokkurri spennu og ris og hnig samfélagsins sett sinn svip á mannfólkið.
Nánar
Jakob Jakobsson - GENGIÐ AÐ VERKI
Jakob Jakobsson hefur tekið ljósmyndir í hálfa öld. Helstu viðfangsefni hans hafa verið portrettmyndir, landslagsmyndir og myndir af fólki við byggingarstörf. Sýningin Gengið að verki sem nú er sýnd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fjallar einmitt um það síðastnefnda; svarthvítar myndir af byggingarstörfum og er lögð sérstök áhersla á myndir teknar á Íslandi á árunum 1955 til 1970. Ljósmyndirnar hafa ekki einungis mikið sögulegt gildi heldur eru teknar með næmu auga ljósmyndarans Jakobs sem vegna ævistarfs síns sem byggingatæknifræðingur hefur tekið þátt í mörgum stórum byggingaframkvæmdum og eru þar helstar Búrfellsvirkjun og Findhornbrúin í skosku hálöndunum.
Nánar
Jóna Þorvaldsdóttir - SKYNJANIR
Jóna Þorvaldsdóttir ljósmyndari er þekkt fyrir að nota sígildar ljósmyndunaraðferðir (alternative photography) við gerð verka sinna en þær voru vinsælar á upphafstímum ljósmyndunar. Auk hinnar hefðbundnu silfur-gelatín prentunar notar Jóna palladíum-platínum aðferðina og bromoil blektækni og nýtur þar töluverðrar sérstöðu hér á landi. Þess má geta að ljósmyndarinn Pétur Brynjólfsson (1881-1930) notaði platínu-palladíum aðferðina við kóperingu fram að fyrri heimsstyrjöld.
Nánar
André Kertész - FRAKKLAND – LANDIÐ MITT
Sýning eins mesta ljósmyndara allra tíma, André Kertész Frakkland – landið mitt (Ma France) kemur frá hinu virta Jeu de Paume safni í París. Ferðalangur þriðja áratugarins kaus Frakkland og var hinn ungverski André Kertész þar engin undantekning en hann kom til Parísar árið 1925, sem á þeim tíma var borg ljóðskálda og listmálara. Hinar klassísku ljósmyndir hans af Eiffel-turninum, vinnustofu Mondrian og hinnar einstöku ljósmynd af dansmey í skopstælingum (Satiric Dancer) voru upphaf stíls sem m.a. starfsfélagar hans og samtímamenn Brassaï og Cartier-Bresson tóku upp. “Allt sem að við höfum gert gerði Kertész á undan okkur” sagði Cartier-Bresson eitt sinn um kollega sinn en hinn lýríski stíll Kertész varð til þess að hann var stundum kallaður “ljóðskáld með myndavélina” . Sýningin er styrkt af Franska sendiráðinu á Íslandi og Alliance Francaise en þessir aðilar koma einnig að viðburðadagskrá í tengslum við sýninguna sem nánar verður auglýst síðar.
Nánar
HEIMA – HEIMAN - Katrín Elvarsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir
Á sýningunni Heima – Heiman hittum við fyrir ólíka einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að hafa þurft að flýja heimkynni sín. Flestir hafa þeir þurft að yfirgefa heimaland sitt vegna stríðsátaka. Sumir hafa leitað skjóls í flóttamannabúðum – aðrir hafa flúið land úr landi – en allir eiga þeir sameiginlegt að hafa að lokum komið hingað til Íslands og búið sér hér nýtt heimili.
Nánar
Lífið er ekki bara leikur – það er líka dans á rósum…
Laugardaginn 16.maí n.k. opnar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sýningin Lífið er ekki bara leikur – það er líka dans á rósum sem er samstarfsverkefni Ljósmyndasafns Reykjavíkur og hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands. Sýningarstjórar hennar eru þau Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) prófessor í grafískri hönnun og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir fagstjóri vöruhönnunar.
Nánar
Bjargey Ólafsdóttir - Tíra: Horfðu í ljósið heillin mín en ekki í skuggann þarna
Listsköpun Bjargeyjar Ólafsdóttur er ekki bundin við einn listmiðil heldur velur hún sér þann miðil sem henni finnst henta hugmyndinni best hverju sinni. Það má því líkja henni við alhliða hljóðfæraleikara því Bjargey fæst við kvikmyndagerð, hljóðverk, gjörninga, teiknar, málar og ljósmyndar.
Nánar
VIGGO MORTENSEN - SKOVBO
Það er Ljósmyndasafni Reykjavíkur mikill heiður að kynna sýningu á verkum Viggo Mortensen – SKOVBO. Heiti sýningarinnar,SKOVBO, kemur úr öðru móðurmáli ljósmyndarans, dönsku, og gæti útleggst sem skógarbýli eða í víðara samhengi – það að eiga heima í skóginum.
Nánar
Einar Falur Ingólfsson - STAÐIR – úr dagbók 1988 – 2008
Staðir – Úr dagbók 1988 – 2008 er yfirskrift sýningar Einars Fals Ingólfssonar sem nú er sett upp í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Viðfangsefni sýningarinnar er að finna í dagbók ljósmyndarans sem hann hefur haldið frá árinu 1988 en sem skrásetningartæki notar hann þar myndavél í stað penna. Dagbókin er flæði lífsins og hann flokkar myndirnar ekki ekki sem ákveðin verkefni heldur eru þetta myndir af hans daglega lífi teknar á tuttugu ára tímabili. Myndirnar eru færslur í dagbókinni og sjálft myndavalið á sýningunni, rúmlega 100 myndir úr tugþúsundum mynda, er ekki síður jafn mikilvægt og myndatakan sjálf.
Nánar
FLICKR-FLAKK OG HELJARSTÖKK
Ljósmyndasafni Reykjavíkur er ánægja að kynna sýninguna Flickr-flakk og heljarstökk sem beinir sjónum sínum að íslenskum ljósmyndurum og ljósmyndaáhugamönnum sem lifa og hrærast í ljósmyndarasamfélaginu Flickr á netinu. Aldrei hefur verið eins auðvelt að koma myndum sínum á framfæri. Það sem áður fyrr tók vikur og mánuði er nú gert á nokkrum sekúndum og er titill sýningarinnar vísun í þessa kúvendingu sem hefur átt sér stað.
Nánar
DAAGBLAÐIÐ VÍÍSIR! 1960 – 2000
Ljósmyndir hafa áhrif á það hvernig við skynjum heiminn og ekki síður það hvernig við skynjum fortíðina. Rithöfundurinn Susan Sontag hefur jafnvel staðhæft að vandamálið sé ekki það „að fólk muni í gegnum myndir heldur að það muni einungis eftir myndinni sjálfri“. Hér er Sontag öðru fremur að fjalla um fréttaljósmyndir sem síðustu áratugi hafa verið fyrirferðamiklar í upplifun okkar af atburðum samtímans og eru meðal helstu sögulegu heimilda okkar tíma um samfélagið.
Nánar
Olaf Otto Becker – Páll Stefánsson – Rax - AUTOMATOS
Það að íslensk náttúra er fræg fyrir fjölbreytileika sinn, og að landið þykir land- og jarðfræðilega einn sérstakasti staður á jörðinni, er flestum kunnugt. Innlendir sem erlendir ljósmyndarar hafa í gegnum tíðina sótt sér hingað innblástur og gert frægum sögustöðum og stórbrotnu landslaginu vegleg skil. Á fyrri hluta 20. aldar var hin rómantíska náttúrusýn, ósnortin víðátta og hrífandi útsýni ríkjandi í landslagsljósmyndun og mátti þar greina tengsl við sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Aðalmarkmiðið var að fanga andblæ staðarins þar sem stöðug fegurð ríkti og breytingar í landslaginu voru einungis árstíðunum og umbrotum náttúrunnar undirorpnar.
Nánar
Damien Peyret - SUND & GUFA
Damien Peyret er franskur kvikmyndagerðarmaður og ljósmyndari. Hann hefur verið mjög ötull við að taka ljósmyndir í um tíu ára skeið og notar ljósmyndaverk í heimildamyndum sínum. Í sýningunni Sund & Gufa sem nú er sett upp í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sýnir hann Polaroid myndir af fólki í Sundlaug Kópavogs ásamt stuttmyndinni A Taxi for Reykjavik frá árinu 2001. Myndin var gerð fyrir fransk-þýsku sjónvarpsstöðina Arte og var valin á kvikmyndahátíðina í Locarno. Henni hefur verið lýst sem hvorki raunverulegri heimildamynd né hreinum tilbúningi heldur einhvers staðar á milli mannlýsingar og skissu þar sem gefið er í skyn hvað er raunverulegt án þess þó að fletta hulunni alveg af því.
Nánar
Jo Duchene - MARGLITT – ÚTLIT - Made in Iceland
Á sýningunni Marglitt – útlit: Made in Iceland gefur að líta ljósmyndir af húsum á Íslandi; þessi hús eru jafnt opinber sem í einkaeigu, íbúðarhús, iðnaðarhús, verslunarhús, sveitabæir og kirkjur. Húsin sem fangað hafa auga franska ljósmyndarans Jos Duchene eru af fjölbreytilegum toga, stór, lítil, gömul, ný, tignarleg eða í niðurníðslu. Hann velur myndefni sín út frá byggingar- og félagsfræðilegum formerkjum, hús sem geyma sögu og menningu; hús sem eru samofin íslenskri þjóðarvitund.
Nánar
Mogens S. Koch - Analog-Dialog
Á árunum 1965-1980, ferðaðist danski ljósmyndarinn Mogens S. Koch alls tíu sinnum til Grænlands með Hasselblad-myndavél sína. Afrakstur ferðanna er yfir 100 þúsund myndir en aðeins örsmátt brot af þeim er á þessari sýningu hér í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Myndirnar sem teknar eru í svarthvítu sýna stórbrotið landslag Grænlands þar sem andstæður ljóss og skugga eru í öndvegi. Mogens fléttar saman töfrandi landslagið, íbúana og hrjóstrugt umhverfið í myndum sínum sem gefa heilstæða og jafnframt raunsæja mynd af landinu sjálfu. Mogens framkallar myndir sínar á hefðbundinn hátt á silfur-gelatín fíberpappír sem gefur mestu gæðin og eftir hið hefðbundna framköllunarferli meðhöndlar hann þær með seleníum-tóner og þurrkar þær á réttan hátt. Gæði eru Mogens mjög mikilvæg. Ljósmyndirnar eiga að endast og mögulega verða fallegri með tímanum og er ekki vikið frá þeirri reglu við gerð myndanna á þessari sýningu.
Nánar
Chris Niedenthal – Pólland kommúnismans 1969-1989
Chris Niedenthal er heimsþekktur ljósmyndari sem hefur unnið sem fréttaljósmyndari fyrir Newsweek, TIME og Der Spiegel og var m.a. svæðisljósmyndari fyrir alla Austur-Evrópu og Sovétríkin þegar hann vann fyrir tímaritið TIME. Hann var kjörinn alþjóðlegur fréttaljósmyndari árið 1986 (World Press Photo prize).
Nánar
Andrés Kolbeinsson - Yfirlitssýning 1952 – 1965
Á sýningunni er úrval mynda sem hann tók á tímabilinu 1952 – 1965. Myndir Andrésar Kolbeinssonar (1919-2008) frá þessum árum lýsa ungri höfuðborg með vaxandi atvinnulífi og menningu.
Nánar
Friðrik Örn - 10.000 – dagar með myndavél
Sýning Friðriks Arnar ljósmyndara, 10.000 – dagar með myndavél verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur hinn18. febrúar 2006. Titill sýningarinnar vísar til þess að 27 ár, eða um tíu þúsund dagar, eru liðnir frá því að Friðrik Örn eignaðist sína fyrstu myndavél þá átta ára að aldri. Myndirnar á sýningunni spanna allt þetta tímabil fram til dagsins í dag.
Nánar
LARS TUNBJÖRK - Heima / Ríki í uppnámi
Sýningin samanstendur af verkum úr myndaröðunum „Ríki í uppnámi” og „Heima“. Þessar myndaraðir tilheyra þríleik sem hófst með bókinni „Landet utom sig/ Ríki í uppnámi” (1993) en hún er þegar orðin klassísk. Í þessum verkum verkum hefur Lars Tunbjörk skoðað veruleika okkar daga eins og hann birtist í starfi og leik, á opinberum vettvangi og nú síðast á heimilinu.
Nánar
RÓTLEYSI - 8 suður-afrískir ljósmyndarar
Ljósmyndasafn Reykjavíkur er mikil ánægja að kynna sýninguna Rótleysi – 8 suður-afrískir ljósmyndarar sem markar þau tímamót að tíu ár eru liðin frá stofnun lýðræðis í Suður-Afríku. Útgangspunktur sýningarinnar er að kanna hinar miklu breytingar sem Suður-Afríka hefur gengið í gegnum frá kosningunum 1994. Sýningin gefur innsýn inn í einstaka ljósmyndahefð þar sem ljóðrænn kraftur og gæði heimildaljósmyndunar eru í sérflokki.
Nánar
Bára ljósmyndari - Heitir reitir
Bára K. Kristinsdóttir er að góðu kunn sem auglýsinga- og iðnaðarljósmyndari hér á landi. Meðfram þeirri vinnu hefur hún einnig sinnt eigin listsköpun á sviði ljósmyndunar, haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga frá byrjun ferils síns.
Nánar
Fyrir og Eftir
Fyrir og eftir er heiti á sýningu sem Ljósmyndasafn Reykjavíkur opnar 6. nóvember. Með þessum titli er verið að skírskota til útlits, fyrirmynda eða ímynd manneskjunnar sem situr fyrir á ljósmynd hjá ljósmyndara. Frá upphafi ljósmyndunar árið 1839 hefur verið leitast við að sýna manneskjuna sem fallegasta á hefðbundnum andlitsljósmyndum og tekið mið af tískustraumum hvers tíma.
Nánar
NÝIR VERULEIKAR - Finnsk Samtímaljósmyndun
Finnsk samtímaljósmyndun hefur undanfarinn áratug hlotið mikla alþjóðlega athygli og verið fremst í flokki Norðurlandanna á þeim vettvangi. Í dag er hún fjölbreyttari og alþjóðlegri en nokkru sinni fyrr og er árangur á alþjóðavísu ekki hvað síst að þakka kerfi á vegum finnska ríkisins sem stuðlaði að alþjóðlegri dreifingu á ljósmyndun og list ásamt markvissri fjárfestingu í ljósmyndafræðslu almennings.
Nánar
LEIFUR ÞORSTEINSSON - Fólk og borg
Leifur Þorsteinsson hóf feril sinn sem ljósmyndari upp úr 1960 og er frumkvöðull í auglýsinga- og iðnaðarljósmyndun á Íslandi. Hann er einn virtasti ljósmyndari sinnar kynslóðar hérlendis og hefur tekið þátt í sýningum víða bæði innan lands og utan. Má þar nefna þátttöku hans í heimssýningunni EXPO 70 í Osaka auk þess sem hann var í forsvari fyrir Íslendinga á ljósmyndasýningunni Frozen Image á Scandinavia Today í Bandaríkjunum 1982. Einnig hefur Leifur hlotið menningarverðlaun DV í listhönnun fyrir sýninguna Kyrralíf í Stöðlakoti.
Nánar
MAGNÚS ÓLAFSSON - Ljósmyndari
Magnús Ólafsson (1862-1937) er einn helsti frumherji í íslenskri ljósmyndun.
Nánar
FRUMEFNIN FIMM - Ferðadagbækur Claire Xuan
Sýningin Frumefnin fimm– Ferðadagbækur Claire Xuan er byggð á ferðadagbókum frönsk-víetnömsku listakonunnar Claire Xuan og er safn ljósmynda sem eru geymdar í handgerðri öskju. Ljósmyndirnar eru unnar með litógrafíu og á pappír úr náttúrulegum efnum. Á milli myndanna er þunnur pappír (papyrus) með áþrykktum sérkennum og leturtáknum mismunandi þjóða.
Nánar
Ljós-hraði – Fjórir íslenskir samtímaljósmyndarar
Sýningin Ljós-hraði – Fjórir íslenskir samtímaljósmyndarar – kynnir fram á sjónarsviðið ljósmyndir þeirra Orra, Katrínar Elvarsdóttur, Kristínar Hauksdóttur og Sigríðar Kristínar Birnudóttur.
Nánar
August Sander – Portrett
Laugardaginn 26. október opnaði Ljósmyndsafn Reykjavíkur sýningu á verkum eins þekktasta portrett-ljósmyndara allra tíma, Augusts Sanders (1876-1964). Á sýningunni gefur að líta yfir 70 af portrettmyndum hans frá árunum 1911-1943, hans allra þekktustu og aðrar minna þekktar, en sem allar tilheyrðu stórhuga brautryðjendaverki hans Maður tuttugustu aldarinnar.
Nánar
Aenna Biermann Preis – Þýsk samtímaljósmyndun
Um er að ræða sýningu á ljósmyndum eftir 36 þýska samtímaljósmyndara sem tekið hafa þátt í ljósmyndasamkeppni sem kennd er við hinn kunna þýska ljósmyndara Aenne Biermann (1898-1933). Samkeppnin hóf göngu sína árið 1992 í í borginni Gera í Þýskalandi og er sýningin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sett saman úr úrvali verka frá keppninni undanfarin fimm ár. Sýningin er annars vegar í samvinnu við Goethe Zentrum á Íslandi en hins vegar við Nytjalistasafnsins í Gera sem á öll verkin á sýningunni.
Nánar
65-75 – Íslenskar blaðaljósmyndir
Ljósmyndasafn Reykjavíkur leitar fanga í eigin myndasöfnum og dregur fram í dagsljósið hátt á annað hundrað blaðaljósmyndir frá árunum 1965-1975.
Nánar
Mary Ellen Mark – American Odyssey
Mary Ellen Mark er einn áhrifamesti og markverðasti heimildaljósmyndari sem nú starfar. Um það vitna meira en tugur athyglisverðra bóka, sýningar sem víða hafa verið settar upp, auk myndafrásagna og stakra ljósmynda sem birst hafa í helstu tímaritum heims á nærfellt fjórum áratugum. Ljósmyndarinn hefur hlotið flest þau verðlaun og viðurkenningar sem veitt eru í faginu og fyrir nokkrum misserum kusu lesendur tímaritsins American Photo hana áhrifamesta kvenljósmyndara sögunnar, og var þar úr fríðum flokki kvenna að velja.
Nánar
Guðmundur Ingólfsson – Óðöl og innréttingar
Guðmundur (f. 1946) lærði ljósmyndun hjá Otto Steinert við Folkwangschule für Gestaltung í Essen í Þýskalandi á árunum 1968 -1971 og var síðar aðstoðarmaður hans. Guðmundur hefur rekið ljósmyndastofuna Ímynd frá 1972 og fengist við alls konar ljósmyndun, aðallega fyrir auglýsingar og leikhús. Myndir Guðmundar hafa birst víða og verið á mörgum sýningum, enda er Guðmundur meðal kunnustu ljósmyndara Íslands.
Nánar
Reykjavík samtímans – samsýning 17 ljósmyndara
Reykjavíkurborg hefur löngum verið ljóðskáldum, rithöfundum og listmálurum hugleikin. Á sýningu Ljósmyndasafns Reykjavíkur er borgin viðfangsefni margra af fremstu ljósmyndurum samtímans. Hvaða augum líta ljósmyndarar samtímans borgina á nýju árþúsundi ? Hvaða einkenni borgarinnar má greina í myndum þeirra ? Hvað segja myndirnar um hug þeirra til Reykjavíkur ?
Nánar
Henry Cartier Bresson – Paris
Franski ljósmyndarinn Henri Cartier-Bresson sem nú er á áttræðisaldri hóf listferil sinn sem listmálari en sneri sér að ljósmyndun um 1930. Cartier-Bresson er þekktasti núlifandi ljósmyndari heims og hefur nafn hans og list jafnan tengst hugtakinu “hin afgerandi augnablik”. Hann er einn af fremstu listamönnum 20. aldar og átti ríkan þátt í að gera ljósmyndun að sjálfstæðri og viðurkenndri listgrein.
Nánar
Eyðibýli - Nökkvi Elíasson og Brian Sweeney
Um er að ræða samsýningu ljósmyndaranna Nökkva Elíassonar og Brian Sweeney, sem samanstendur af á fjórða tug ljósmynda, svart hvítum og litmyndum, teknum af eyðibýlum víðsvegar á Íslandi.
Nánar