Safnfræðsla
Hér er hægt að skoða fræðsluframboð og bóka heimsóknir á Landnámssýninguna og Reykjavík... sagan heldur áfram í Aðalstræti. Fræðslan er öllum skólahópum að kostnaðarlausu, hæfir hverju skólastigi og tekur mið af aðalnámskrá.
Auðvelt að bóka!
Allar bókarnir fyrir öll skólastig og frístund fara nú í gegnum vefsíðu safnsins. Veldu fyrst viðeigandi skólastig og síðan fræðslu úr listanum með því að ýta á hnappinn BÓKA. Við það opnast upplýsingagluggi, skrollaðu niður og veldu dagsetningu og tíma og fylltu út umbeðnar persónuupplýsingar. Mikilvægt er að hafa símanúmer kennara, eða skóla með ef eitthvað kemur upp á. Það er alltaf hægt að fara til baka og velja annað eða afbóka ef valið er vitlaus dagsetning.
Athugið bóka þarf alla hópa sem hyggjast heimsækja sýninguna, hvort sem þeir ætla sér að þiggja fræðslu eða ekki.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar: safnfraedsla@reykjavik.is

Komdu og skoðaðu landnámsdýrin (elsti árgangur)
Hvaða dýr tóku landnámsmennirnir með sér yfir hafið og til hvers? Íslensk húsdýr skoðuð út frá miðaldabúskap, fornleifafræði sem og í gegnum frjálsan leik.
Bóka
Förum út í búð!
Hvernig voru búðirnar í Reykjavík í gamla daga? Börnin fá að skoða gamla verslun, bæði innan sem utan og fá einnig að fara í búðarleik með vörum og raunverulegum, gömlum peningum.
Bóka
Lífið á landnámsöld
Heimsókn þar sem lært er um daglegt líf landnámsfólks í Reykjavík. Hvernig var lífið fyrir 1000 árum?
Bóka
Siglum til Íslands
Ræðum saman um hvernig var að flytja til Íslands fyrir 1000 árum. Hvað þurfti fjölskyldur að taka með sér um borð í siglingunni til Íslands?
Bóka
Gamla Reykjavík
Hvernig var lífið í Gömlu Reykjavík? Hvernig var daglega lífið hjá fullorðnum og börnum?
Bóka
Hvaðan komu Íslendingar?
Heimsókn þar sem við könnum uppruna landnámsfólks. Ræðum saman um menningu, trú, þrælahald og viðhorf á víkingaöld.
Bóka
Líf og tilvera fyrstu íbúa Reykjavíkur
Gengið saman um landnámssýninguna og kynnst hvernig líf og tilvera fyrstu íbúa Reykjavíkur var fyrir meira en 1000 árum.
Bóka
Gamla Reykjavík
Hvernig var lífið í Gömlu Reykjavík? Hvernig var daglega lífið hjá íbúum?
Bóka
Líf og tilvera fyrstu íbúa Reykjavíkur
Gengið saman um landnámssýninguna og kynnst hvernig líf og tilvera fyrstu íbúa Reykjavíkur var fyrir meira en 1000 árum.
Bóka
Gamla Reykjavík
Hvernig var lífið í Gömlu Reykjavík? Hvernig var daglega lífið hjá íbúum?
Bóka
Íslendingabók Ara fróða
Æfing í að lesa texta á íslensku sem var skrifaður fyrir næstum 900 árum.
Bóka
Siglum til Íslands
Rafræn leiðsögn um ferðalag landnámsmannanna yfir Atlantshafið.
Bóka
Hvaðan komu Íslendingar?
Rafræn leiðsögn um uppruna íslensku þjóðarinnar.
Bóka
Punktarnir í Kvosinni
Fjölskylduleiðangur um elsta hluta Reykjavíkur.
Bóka
Krakkaleikir í kvosinni - sumarheimsókn
Fræðumst um leiki í gamla daga og prófum! Hvernig léku krakkar sér á nítjándu öld? Standast leikirnir tímans tönn? Safnkennari tekur á móti hópnum utandyra en leiksvæðið er miðbærinn, ýmsir vellir, garðar og torg. Athugið að þessi dagskrá krefst virkrar þátttöku og er háð veðri.
Bóka