back

Sumardagsrká Árbæjarsafns 2023

13.06.2023 X

Sumarstarfið á Árbæjarsafni er hafið og nú er safnið opið alla daga frá kl. 10-17. Sumarstarfsmenn eru mættir og vinna ötullega að því að gera safnhúsin og safnsvæðið klárt fyrir sumarið.

 

Hæglætishelgar – Láttu þér líða vel á safni!

Sumarstarfið á Árbæjarsafni er hafið og nú er safnið opið alla daga frá kl. 10-17. Sumarstarfsmenn eru mættir og vinna ötullega að því að gera safnhúsin og safnsvæðið klárt fyrir sumarið.

Helgardagskráin í sumar verður með breyttu sniði en lögð verður áhersla á að sýna handverk í húsunum undir yfirskriftinni Hæglætishelgar – Láttu þér líða vel á safni! Okkur finnst titillinn eiga vel við enda er Árbæjarsafn einn besti staður í borginni til að eiga rólega og notalega stund með fjölskyldunni. Nokkrir fastir viðburðir verða þó á sínum stað og nægir að nefna okkar árlegu Þjóðhátíðargleði, Jónsmessugöngu, Harmóníkuhátíð, Skákmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur og svo auðvitað Komdu að leika! um verslunarmannahelgina.

Á hæglætishelgum verður hægt að fræðast um mismunandi handverk hverju sinni. Starfsfólk í hefðbundnum fatnaði frá fyrri tímum sinnir ýmsum heimilis- og sveitaverkum eins og garðvinnu, þvotti, spinna ull og prjóna, strokka smjör, steikja flatkökur og lummur, brenna kaffibaunir, eldsmíði og prentun. Kassabílarnir og fleiri útileikföng verða á staðnum fyrir börnin. Og í haga eru ær, geitur og hestar. Landnámshænurnar vappa líka frjálsar um safnsvæðið nálægt Dillons kaffihúsinu okkar sem er opið alla daga frá kl. 11-17.

 

SUMARDAGSKRÁ ÁRBÆJARSAFNS 2023

 

júní

 

Sunnudagur 11. júní kl. 13-16                                      „Karólína vefari – Fjölskyldusmiðja“

Laugardagur 17. júní kl. 13-16                                     Þjóðhátíðargleði

Helgin  17.-18. júní kl. 13-16                                         Hæglætishelgi – Láttu þér líða vel á safni.

Laugardagur 24. júní kl. 22:30-00:00                          Jónsmessunæturganga

Helgin 24.-25. júní kl. 13-16                                         Hæglætishelgi – Láttu þér líða vel á safni!

 

Júlí

Helgin 1.-2. júlí kl. 13-16                                              Hæglætishelgi – Láttu þér líða vel á safni!

Helgin 8.-9. júlí kl. 13-16                                              Hæglætishelgi – Láttu þér líða vel á safni!

Sunnudagur 16. júlí kl. 13-16                                      Harmóníkuhátíð og heyannir

Þriðjudagur 18. júlí                                                      Dagur íslenska fjárhundsins

Helgin 22.-23. júlí                                                         Hæglætishelgi – Láttu þér líða vel á safni!

Helgin 29.-30. júlí                                                         Hæglætishelgi – Láttu þér líða vel á safni!

 

Ágúst

Sunnudagur og mánudagur 6.-7. ágúst kl. 13-16     Komdu að leika!

Helgin 12.-13. ágúst kl. 13-16                                     Hæglætishelgi – Láttu þér líða vel á safni!

Sunnudagur 13. ágúst kl. 13 og 15                            Hæglætistónar á Árbæjarsafni

Helgin 19.-20. ágúst kl. 13-16                                     Hæglætishelgi – Láttu þér líða vel á safni!

Sunnudagur 20. ágúst kl. 13 og 15                            Hæglætistónar á Árbæjarsafni

Sunnudagur 27. ágúst kl. 14                                      Skákmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur